Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 18. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karamoko Dembele einbeitir sér að Englandi
Karamoko Dembele.
Karamoko Dembele.
Mynd: Getty Images
Karamoko Dembele hefur valið að spila frekar fyrir enska landsliðið en Skotland - í augnablikinu. Skoska útgáfan af The Sun greinir frá þessu.

Dembele er 16 ára gamll leikmaður Celtic í Skotlandi. Fyrsta fréttin um hann hér á Fótbolta.net er frá árinu 2016 þegar hann var aðeins 13 ára. Þá spilaði hann með U20 liði Celtic. Smelltu hér til að lesa fréttina.

Á síðasta tímabili lék hann með aðalliði Celtic, aðeins 16 ára og 86 daga að aldri.

Dembele fæddist í London, en foreldrar hans koma frá Fílabeinsströndinni og þá hefur hann búið í Skotlandi frá fimm ára aldri.

Hann hefur spilað með U16 og U17 landsliðum Englands og Skotlands, en ætlar núna að einbeita sér alfarið að Englandi.

Skotar vonast til þess að honum muni snúast hugur í framtíðinni. Hann getur enn skipt um skoðun, svo lengi sem hann spilar ekki keppnisleik með enska A-landsliðinu.

Dembele var orðaður við PSG, Arsenal og Borussia Dortmund fyrr í þessum mánuði og spennandi verður að fylgjast með honum í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner