Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   fös 18. október 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Solskjær: Starfið ekki of stórt fyrir mig
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að stjórastarf United sé ekki of stórt fyrir sig og að hann hafi trú á því að hann geti snúið gengi liðsins við.

United fer inn í helgina í 12. sæti, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool en liðin mætast á sunnudag.

„Nei, mér hefur aldei fundist þetta starf of stórt fyrir mig. Ég hef fulla trú á því sem við erum að reyna að gera, ég og starfsliðið," segir Solskjær.

„Það er samt klárt mál að við þurfum að fara að vinna leiki, við þurfum að fara að skora fleiri mörk."

„Við þurfum að ná að skapa fleiri færi. Varnarleikurinn hefur verið traustur en það hefur vantað upp á ævintýragirnina fram á við. Við þurfum að taka fleiri áhættur."

„Bestu liðin taka fleiri áhættur, taka fleiri hlaup. Þegar sjálfstraustið minnkar þá vilja menn ekki taka áhættur en það er mitt hlutverk að reyna að breyta því."

„Okkur finnst við vera á leiðinni í ákveðna átt en við þurfum úrslitin með og ég býst við því að leikmenn komi út og sýni af hverju þeir eru Manchester United," segir Solskjær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner