Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. október 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal á miklu skriði - Man City missteig sig
Arsenal er með fullt hús stiga.
Arsenal er með fullt hús stiga.
Mynd: Getty Images
Það voru óvænt úrslit í úrvalsdeild kvenna í Englandi í dag þegar Reading gerði jafntefli við Manchester City.

Búist er við því að Man City verði í titilbaráttu á meðan Reading verði líklega í neðri helmingi deildarinnar. Leikur liðanna endaði 1-1 eftir að Reading hafði verið yfir í hálfleik. Man City hefur ekki byrjað vel og er aðeins með átta stig eftir fimm leiki.

Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Arsenal burstaði nágranna sína í Tottenham í dag, 6-1. Vivianne Miedema skoraði þrennu og skráði sig á spjöld sögunnar.

Everton og Manchester United koma næst á eftir Arsenal með 13 stig. Everton hafði unnið alla sína leiki fyrir leik gegn Brighton í dag, en þar var niðurstaðan 2-2 jafntefli. Man Utd vann 4-2 útisigur á West Ham.

Chelsea á leik inni gegn Aston Villa og getur með sigri jafnað Everton og Man Utd að stigum.

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Úrslit dagsins:
West Ham 2 - 4 Manchester United
Everton 2 - 2 Brighton
Bristol City 0 - 4 Birmingham
Reading 1 - 1 Manchester City
Arsenal 6 - 1 Tottenham
Athugasemdir
banner
banner
banner