Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. október 2020 12:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri Fannar kom ekki við sögu í sjö marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bologna 3 - 4 Sassuolo
1-0 Roberto Soriano ('9 )
1-1 Domenico Berardi ('18 )
2-1 Mattias Svanberg ('39 )
3-1 Riccardo Orsolini ('60 )
3-2 Filip Djuricic ('64 )
3-3 Francesco Caputo ('70 )
3-4 Takehiro Tomiyasu ('77 , sjálfsmark)

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna þegar liðið tapaði gegn Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Bologna leiddi 2-1 í hálfleik og komst 3-1 yfir eftir klukkutíma leik. Hins vegar eftir, þá fór allt niður á við hjá Íslendingaliðinu.

Sassuolo jafnaði metin í 3-3 á 70. mínútu og komst svo yfir með sjálfsmarki japanska varnarmannsins Takehiro Tomiyasu á 77. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 4-3 í þessum leik. Bologna er í 13. sæti með þrjú stig og Sassuolo í öðru sæti með tíu stig.

Hinn 18 ára gamli Andri Fannar hefur ekki komið við sögu í deildarleik á tímabilinu til þessa.

Aðrir leikir í dag:
13:00 Spezia - Fiorentina (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Torino - Cagliari (Stöð 2 Sport 4)
16:00 Udinese - Parma (Stöð 2 Sport 4)
18:45 Roma - Benevento (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner