Lærisveinar Jóhannesar Harðarsonar í Start eru í bullandi fallbaráttu á lokakafla tímabilsins og gerðu þeir jafntefli við Strömsgodset í dag.
Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í hópi hjá Start frekar en Ari Leifsson eða Valdimar Þór Ingimundarson hjá Strömsgodset.
Start tók forystuna með marki úr vítaspyrnu og leiddi þar til í síðari hálfleik. Heimamenn í Strömsgodset misstu mann af velli og lifnaði við þeim í kjölfarið. Þeir voru betri þrátt fyrir að vera manni færri og verðskulduðu jöfnunarmarkið sitt. Lokatölur urðu 1-1 og er Start fjórum stigum frá öruggu sæti, fimm stigum eftir Strömsgodset.
Davíð Kristján Ólafsson var þá í liði Álasundar sem steinlá gegn Stabæk. Álasund er í langneðsta sæti, með 7 stig eftir 21 umferð.
Stabæk 4 - 0 Ålesund
1-0 E. Bohinen ('39)
2-0 O. Edvardsen ('52)
3-0 M. Solheim ('57)
4-0 G. Valsvik ('81)
Strömsgodset 1 - 1 Start
0-1 C. Bolanos ('39, víti)
1-1 M. Mawa ('78)
Rautt spjald: J. Ipalibo, Strömsgodset ('68)
Í Danmörku horði Hjörtur Hermannsson á liðsfélaga sína í Bröndby tapa á útivelli gegn Sönderjyske.
Bröndby var með fullt hús stiga fyrir daginn og er áfram á toppinum, með 12 stig eftir 5 umferðir. Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í Århus eru einu stigi á eftir í öðru sæti.
Kaupmannahöfn tapaði þá heimaleik gegn Álaborg en Ragnar Sigurðsson sat uppi í stúku þar sem hann er meiddur.
Kaupmannahöfn hefur farið hræðilega af stað og er aðeins með fjögur stig eftir fimm umferðir.
Sönderjyske 2 - 0 Bröndby
1-0 H. Wright ('48)
2-0 A. Bah ('54)
Kaupmannahöfn 1 - 2 Álaborg
0-1 I. Fossum ('35)
0-2 I. Fossum ('44)
1-2 Rasmus Falk ('93)
Athugasemdir