Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. október 2021 11:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Davey áfram hjá ÍA
Alex Davey með silfurverðlaunin á laugardag.
Alex Davey með silfurverðlaunin á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Davey hefur gert nýjan tveggja ára samning við ÍA og er því samningsbundinn út tímabilið 2023.

Samningur Alex var að renna út en hann og félagið komust að samkomulagi að Alex yrði áfram.

Alex er 26 ára miðvörður sem gekk í raðir ÍA fyrir tímabilið. Hann er fæddur á Englandi en lék með yngri landsliðum Skota.

Í sumar lék Alex nítján leiki í deildinni og skoraði tvö mörk þegar ÍA endaði í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Hann var þá fimm sinnum í liðinu í Mjólkurbikarnum og lék allan úrslitaleikinn á laugardag þegar ÍA laut í lægra haldi gegn Víkingi.


Athugasemdir
banner
banner
banner