Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   mið 18. október 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hinrik Harðar: Skagamenn fóru 'all in' sem kveikti í mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hinrik Harðarson var í gær tilkynntur sem nýr leikmaður ÍA. Félagið keypti hann af Þrótti þar sem hann er uppalinn. Hinrik er 19 ára sóknarmaður sem var valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar.

„Tilfinningin er geggjuð, ég er ógeðslega spenntur; sjaldan verið jafn spenntur að byrja nýtt tímabil. Ég get ekki beðið eftir að byrja að æfa með strákunum og kynnast öllu lífinu upp á Skaga," segir Hinrik sem mun flytja á Akranes.

„Mér fannst það sem þeir gerðu til að ná í mig, og hvað þeir vildu mig mikið, kveikti mjög vel í mér. Það var fyrst og fremst mjög erfitt að fara frá uppeldisliðinu og klúbbnum sem ég hef verið í síðan ég var fjögurra ára, ég veit líka að staðan í Þrótti núna er geggjuð; mikil uppbygging og allt fólkið og leikmannahópurinn núna er geggjaður. Ég er alveg viss um að Þróttur muni ná mjög langt á næsta tímabili. Það þurfti að vera eitthvað ógeðslega spennandi og þetta var það."

Umgjörðin og umhverfið heillar
Hvað var það sem menn af Skaganum gerðu til að sannfæra þig?

„Þeir eru með góða stefnu, eru með flotta umgjörð í kringum liðið, eru að styrkja innviðina sérstaklega. Það er hálfatvinnumannaumhverfi sem er að heilla mig mikið. Ég held ég geti tekið góð skref þarna."

Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, ræddi við Hinrik áður en hann tók ákvörðun. „Hann hjálpaði mér mikið, virðist vera algjör toppgaur. Það var ógeðslega mikill spenningur hjá þeim að fá mig, ég fann það og fann að þetta var rétt."

Hafðiru úr mörgu að velja? Var búið að samþykkja mörg tilboð?

„Það voru nokkur lið sem höfðu áhuga, en það er bara þannig að ef þú ferð í eitthvað 'all in' þá færðu það oftast. Það var bara þannig með Skagamenn."

Hann var sérstaklega spurður hvort hann hefði rætt við FH, sem er félagið þar sem faðir hans, Hörður Magnússon, gerði garðinn fræga.

„Auðvitað var það mögulega einhver séns, en á endanum var þetta lendingin og ég er gríðarlega ánægður með það."

Viss um að hann mun snúa aftur í Þrótt einn daginn
Var lykilatriði að liðið væri í efstu deild?

„Já, mér fannst það. Mér fannst ekki rétt að fara frá Þrótti og vera fara spila á móti Þrótti í fyrstu deild, það heillar mig ekki. Ég sé fram á að geta styrkt liðið hjá ÍA og ég er ekki að fara frá Þrótti til að vera spila eitthvað lítið. Auðvitað er það undir mér komið, fer eftir hvernig ég stend mig, hvort ég spila eða ekki. Ég sé fram á mikla möguleika að geta hjálpað liðinu og það var planið. Ég er samt viss um að ég mun snúa aftur til Þróttar einn daginn."

Hinrik hefur tekið miklum framförum síðustu ár. „Ég þakka þjálfurunum sem ég hef haft, yngri flokka þjálfarana sem hafa verið með mig og síðustu tvö ár með Jeffsy og hópnum. Hópurinn í Þrótti er geggjaður, geggjaður andi sem hefur hjálpað mér mjög mikið. Það er þannig að með því að spila fullorðinsbolta í 2-3 ár þá muntu bæta þig," sagði Hinrik að lokum.
Athugasemdir
banner