Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Dagný Brynjars: Seldum bílinn til að dæmið gengi upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir samdi í síðustu viku við Selfoss en hún hefur ákveðið að hætta að leika með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni.

Dagný eignaðist sitt fyrsta barn í fyrra og hún segir í viðtali við Vísi í dag að ekki hafi gengið upp fyrir fjölskylduna að búa áfram úti.

Hún segir að dæmið hafi ekki gengið upp til lengri tíma.

„Því miður er kvennaboltinn ekki kominn lengra en þetta. Dæmið gengur því miður bara ekki upp. Til þess að dæmið gekk upp hjá okkur í ár þá seldum við bílinn okkar, leigðum út 88 fermetra íbúðina okkar í Airbnb sem hún yndislega tengdamóðir mín sá um svo við ættum fyrir útborgun og Ómar tók 6 mánaða fæðingarorlof," sagði Dagný.

„Stærsta ákvörðunin var þó sú að ég er mamma og það er það skemmtilegasta í heimi sem að ég geri. Èg get ekki verið framúrskarandi mamma og bæði landsliðsmaður og atvinnumaður. Kvennaknattspyrnan og KSÍ eru ekki komin nógu langt til að dæmið gangi upp, því miður!“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner