Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 18. nóvember 2022 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Kolo að taka við Wigan eftir að Yaya sagði nei
Kolo Toure
Kolo Toure
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Kolo Toure er að taka við enska B-deildarfélaginu Wigan Athletic en þetta kemur fram í Daily Mail í dag. Yaya, bróðir Kolo, hafnaði tækifærinu á að taka við liðinu.

Leam Richardson var rekinn fyrir viku síðan eftir að hafa tapað sjö leikjum í röð í deildinni.

Wigan, sem er í 22. sæti B-deildarinnar, hóf strax leit að nýjum þjálfara en félagið hafði samband við Yaya Toure, fyrrum leikmann Manchester City og Barcelona, en hann hafnaði tilboði Wigan.

Yaya þjálfar hjá Tottenham í dag og vildi ekki ganga frá því verkefni en Kolo, bróðir Yaya, var til í ævintýrið.

Kolo hefur verið að þjálfa yngri lið Leicester en mun nú taka við töluvert stærra hlutverki. Það er verið að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en hann verður kynntur sem nýr stjóri liðsins.

Hann verður fyrsti Afríkumaðurinn til að þjálfa meistaraflokk á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner