Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 19. janúar 2020 15:37
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Liverpool og Man Utd: Rashford ekki í hóp
Greenwood byrjar á bekknum
Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Það er ekki margt sem kemur á óvart í uppstillingu Liverpool þar sem Joel Matip og Fabinho komast aðeins á bekkinn, enda hafa þeir verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Joe Gomez og Alex Oxlade-Chamberlain byrja í þeirra stað.

Marcus Rashford er ekki í leikmannahópi Man Utd vegna meiðsla og þá er Jesse Lingard á bekknum. Andreas Pereira fær tækifærið í hans stað.

Daniel James og Anthony Martial eru á sínum stað og þá teflir Ole Gunnar Solskjær fram fimm varnarmönnum. Líklegt er að annað hvort Brandon Williams eða Luke Shaw spili framarlega á vinstri vængnum.

Mason Greenwood er á varamannabekknum ásamt Juan Mata og Eric Bailly sem er kominn aftur úr meiðslum.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah, Firmino
Varamenn: Adrian, Fabinho, Minamino, Lallana, Origi, Matip, Jones

Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelöf, Maguire, Shaw, Williams, Matic, Fred, Pereira, James, Martial
Varamenn: Romero, Bailly, Dalot, Jones, Mata, Lingard, Greenwood
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner