sun 19. janúar 2020 10:25
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool og Chelsea berjast um Timo Werner
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: FIFA
Mynd: Getty Images
Hér fyrir neðan má sjá slúðurpakka dagsins. Ýmis stór nöfn á borð við Emre Can, Timo Werner og Kalidou Koulibaly eru í umræðunni.

Everton er að undirbúa 30 milljón punda boð í Emre Can, 26, sem hefur verið að fá lítinn spiltíma undir stjórn Maurizio Sarri hjá Juventus. (Mirror)

Liverpool ætlar að berjast við Chelsea um Timo Werner, 23 ára sóknarmann RB Leipzig og þýska landsliðsins. Werner er markahæstur í þýsku deildinni með 20 mörk og 6 stoðsendingar. (Mirror)

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, vill halda bakverðinum Layvin Kurzawa, 27, hjá félaginu. Kurzawa rennur út á samning næsta sumar og er sagður vera á leið til Arsenal. (Goal)

Luis Campos, yfirmaður knattspyrnumála hjá Lille, er talinn líklegastur til að vera ráðinn í sama starf hjá Manchester United. (Sun)

Manchester United er búið að tapa kapphlaupinu um Donny van de Beek, 22 ára miðjumann Ajax. Hann er á leið til Real Madrid. (Star)

Edu er búinn að hitta fulltrúa Athletico Paranaense varðandi yfirvofandi félagaskipti Bruno Guimaraes, 22, til Arsenal. (Goal)

Manchester City er að undirbúa sig fyrir baráttu til að halda Pep Guardiola hjá félaginu. Ef stjórn PSG ákveður að reka Tuchel mun franska stórveldið gera allt í sínu valdi til að stela einum af bestu þjálfurum heims. (Express)

PSG er reiðubúið að borga Kalidou Koulibaly, 28, rúmlega 10 milljónir punda í árslaun. Koulibaly gæti yfirgefið Napoli næsta sumar. (Foot Mercato)

Roma vill fá Adnan Januzaj, 24, að láni út tímabilið með kaupmöguleika. Januzaj, sem spilaði 50 úrvalsdeildarleiki fyrir Man Utd, leikur fyrir Real Sociedad en er ekki með fast byrjunarliðssæti. (Daily Mail)

Crystal Palace hefur komist að samkomulagi við Dundee United um kaupin á Scott Banks, 18 ára kantmanni. (Express)

Edinson Cavani, 32, ætlar að biðja um að vera seldur til Atletico Madrid fyrir gluggalok. (Marca)

Jose Mourinho vonast eftir að ganga frá kaupum á nýjum sóknarmanni fyrir gluggalok. (Evening Standard)

Ef Cavani kemur ekki ætlar Atletico að reyna við Alexandre Lacazette, 28 ára sóknarmann Arsenal, eða Paco Alcacer, 26 ára sóknarmann Dortmund. (Mundo Deportivo)

Newcastle er nálægt því að tryggja sér Valentino Lazaro, 23 ára kantmann Inter, að láni út tímabilið. Í lánssamningum er kaupmöguleiki sem hljóðar upp á 20 milljónir evra. (Tuttomercatoweb)

Nuno Espirito Santo býst við að Wolves gangi frá kaupum á sóknarmanni til að fylla í skarð Patrick Cutrone, sem var lánaður til Fiorentina í eitt og hálft ár. (Express & Star)

Burnley er að undirbúa 10 milljón punda tilboð í Dael Fry, 22 ára miðvörð Middlesbrough. (Sun)

Juventus er búið að bjóða Federico Bernardeschi, 25, til Barcelona sem part af skiptidíl fyrir króatíska miðjumanninn Ivan Rakitic, 31. (AS)

Graham Potter vill fá Bersant Celina, 23 ára miðjumann frá Kósovó, til Brighton. Celina leikur fyrir fyrrum félag Potter, Swansea. (Sun)

Real Madrid er búið að hafna nokkrum lánstilboðum í James Rodriguez, 28. Félagið vill frekar selja hann. (Marca)

Reinier Jesus, 17 ára miðjumaður Flamengo, er búinn að funda með fulltrúum Real Madrid og mun skipta yfir til félagsins. (AS)

Dean Smith segir Aston Villa vera við það að ganga frá kaupum á Mbwana Samatta, 27 ára sóknarmanni frá Tansaníu. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner