Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. janúar 2020 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mark dæmt af Liverpool - Gary Neville ósammála
Leikmenn Man Utd voru trylltir þar sem dómarinn dæmdi markið löglegt í fyrstu.
Leikmenn Man Utd voru trylltir þar sem dómarinn dæmdi markið löglegt í fyrstu.
Mynd: Getty Images
Liverpool er 1-0 yfir í stórleiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er í fullum gangi og fer að styttast í að það verði flautað til hálfleiks.

Virgil van Dijk skoraði mark Liverpool eftir hornspyrnu.

Liverpool kom boltanum í netið öðru sinni um tíu mínútum síðar og var það Roberto Firmino sem skoraði. Markið var hins vegar dæmt af eftir VAR-skoðun.

Van Dijk hoppaði inn í David de Gea, markvörð United, áður en Firmino skoraði. Það var metið sem svo að Van Dijk hefði brotið á spænska markverðinum.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd, er að lýsa leiknum fyrir Sky Sports og hann var ósammála dómnum. Hann vildi meina að markið hefði átt að standa.

Hvað fannst þér?

Atvikið má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner