Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. janúar 2021 10:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Erum að koma upp með kynslóðir leikmanna sem eru bara drullugóðir í fótbolta"
Orri Freyr við undirskrift
Orri Freyr við undirskrift
Mynd: Þór
Jakob Franz og Elmar Þór eru tveir af efnilegri leikmönnum Þórsara, þeir framlengdu sína samninga á síðasta ári.
Jakob Franz og Elmar Þór eru tveir af efnilegri leikmönnum Þórsara, þeir framlengdu sína samninga á síðasta ári.
Mynd: Páll Jóhannesson
Orri Freyr Hjaltalín var ráðinn þjálfari meistaraflokks Þórs eftir síðasta tímabil. Orri er fyrrum leikmaður liðsins og lék einnig lengi hjá Grindavík ásamt því að leika með Magna á Grenivík.

Orri var til viðtals í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag og hlusta má á viðtalið hér neðst í fréttinni. Viðtalið hefst á 43. mínútu.

„Aðdragandinn hefur verið pínu langur. Ég spilaði með Þór árið 2017 og flyt svo til Grindavíkur. Fljótlega eftir að ég flyt þangað kom upp sú hugmynd hvort við ættum að láta reyna á þetta. Í millitíðinni lenti ég í vinnuslysi sem hélt mér frá fótboltanum. Svo núna er maður kominn á fullt, á fætur og ákvað að kýla á þetta. Þessi staða hefur blundað í manni í ansi mörg ár," sagði Orri.

Orri er fjórði þjálfari Þórsara á fjórum árum. „Það hefur verið, fyrir utan Palla Gísla, svolítið mikið rót á þjálfarateyminu í gegnum árin, lítill stöðugleiki í félaginu finnst mér. Það er klárlega stór hluti sem við ætlum að breyta, kúlturnum í liðinu og okkar gildum. Vonandi mun svo þjálfarinn sem tekur við af mér vinna í mjög svipuðum hlutum og ég mun koma til með að gera."

Orri var þekktur fyrir að láta vel í sér heyra sem leikmaður.

„Ég er mjög ólíkur þjálfari og ég var sem leikmaður. Ég var hundleiðinlegur inn á velli sem leikmaður en mig langar að Þórsliðið verði ekki eins og ég var sem leikmaður, það verði í betri málum andlega og jákvætt lið."

Þórsarar eru þekktir fyrir mikla baráttu og verður oft á tíðum mikill hiti í leikjum liðsins. Ætlar Orri að draga aðeins úr hitanum í Þórsliðinu?

„Þú dregur aldrei hitann úr Þorpinu en getur sett hann í öðruvísi búning. Vandamálið, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt, var sá að veikleikinn hjá Þór var að við áttum ekki nóg af góðum fótboltamönnum, en allir nenntu að hlaupa og berjast."

„Núna erum við að koma upp með kynslóðir leikmanna sem eru bara drullugóðir í fótbolta. Það þarf að skapa umhverfið fyrir þá að þeir geti látið hæfileika sína njóta sín. Í hópnum núna erum við marga unga, spennandi og alvöru fótboltaleikmenn. Vonandi verða þeir góðir leikmenn fyrir Þór eða lið erlendis. Til þess að það gerist þurfum við að fara í að spila betri fótbolta,"
sagði Orri.
Útvarpsþátturinn - Stórleikurinn, Rooney og íslenski
Athugasemdir
banner
banner
banner