Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 19. janúar 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Þrumufleygur í Maradona-bikarnum
Edwin Cardona, leikmaður Boca Juniors, skoraði frábært mark er liðið vann Diego Maradona-bikarinn í Argentínu í gær.

Cardona kom Boca yfir á 64. mínútu en hann fékk þá boltann vinstra megin við teiginn, hlóp meðfram teignum og lét vaða á markið en markvörður Banfield átti ekki möguleika á að verja.

Banfield jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Boca hafði þó betur í vítaspyrnukeppninni og vann Diego Maradona-bikarinn í fyrsta sinn.

Hægt er að sjá markið hjá Cardona hér fyrir neðan.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner