Bikarmeistarar Borussia Dortmund fengu óvæntan skell í 16-liða úrslitum þýska bikarsins í gær er liðið beið lægri hlut fyrir toppliði B-deildarinnar, St. Pauli.
St. Pauli komst tveimur mörkum yfir í leiknum áður en norski framherjinn Erling Braut Haaland minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu.
B-deildarliðinu tókst að halda út og leikur því í 8-liða úrslitum bikarsins.
Bayern München var slegið út í 32-liða úrslitunum í niðurlægjandi, 5-0, tapi gegn Borussia Monchengladbach.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2007 þar sem Bayern og Dortmund eru ekki í 8-liða úrslitum bikarsins.
Þrjú lið úr B-deildinni eru komin áfram og þá verða nýliðar Bochum einnig í drættinum. 16-liða úrslitin klárast í kvöld.
Athugasemdir