Manchester City hefur tilkynnt komu enska varnarmannsins Marc Guehi. Hann kemur frá Crystal Palace og skrifar undir fimm og hálfs árs langan samning.
Guehi, var að renna út af samningi við Crystal Palace í sumar, en City lagði fram tilboð eftir meiðsli varnarmanna liðsins, Josko Gvardiol og Ruben Dias.
Guehi, var að renna út af samningi við Crystal Palace í sumar, en City lagði fram tilboð eftir meiðsli varnarmanna liðsins, Josko Gvardiol og Ruben Dias.
Guehi hefur verið lykilmaður og fyrirliði hjá bikarmeisturum Palace. Hann er 25 ára gamall og er mikilvægur hlekkur í enska landsliðinu.
Undir lok sumargluggans var Guehi hársbreidd frá því að ganga í raðir Liverpool en Palace sleit viðræðum þegar það var ljóst að liðið hafði engan arftaka tilbúinn til að taka við stöðunni.
„Þessi félagaskipti er hápunktur allrar þeirrar vinnu sem ég hef lagt í feril minn. Ég er núna hjá besta félagi Englands og hluti af ótrúlegum leikmannahópi. Það er góð tilfinning að geta sagt það,“ er haft eftir Guehi í tilkynningu félagsins.
Welcome to City, Marc ???? pic.twitter.com/b2zwc6WtJW
— Manchester City (@ManCity) January 19, 2026
Athugasemdir


