Rocco B. Commisso, forseti Fiorentina, er látinn 76 ára að aldri. Fiorentina greindi frá þessu í nótt.
„Eftir langa læknismeðferð hefur ástkær forseti okkar yfirgefið okkur og í dag syrgjum við öll andlát hans. Fyrir fjölskyldu sína var hann fyrirmynd og leiðarljós, tryggur og trúr maður. Hann náði þeim áfanga að vera giftur konu sinni Catherine í 50 ár," segir í yfirlýsingu Fiorentina.
„Eftir langa læknismeðferð hefur ástkær forseti okkar yfirgefið okkur og í dag syrgjum við öll andlát hans. Fyrir fjölskyldu sína var hann fyrirmynd og leiðarljós, tryggur og trúr maður. Hann náði þeim áfanga að vera giftur konu sinni Catherine í 50 ár," segir í yfirlýsingu Fiorentina.
Hann var forseti félagsins í sjö ár en á hans tíma komst liðið tvisvar sinnum í úrslit Sambandsdeildarinnar og einu sinni í úrslit ítalska bikarsins. Heimavöllur félagsins er nefndur í höfuðið á honum.
„Rocco B. Commisso Viola-garðurinn, heimavöllur Fiorentina, mun að eilífu bera nafn hans – óafmáanlegt tákn um ástúð hans og löngun til að horfa til framtíðar ungs fólks. Strákarnir og stelpurnar sem ólust upp undir hans handleiðslu í unglingaakademíunni hafa unnið bikara og halda áfram ferð sinni með aðalliðum Fiorentina í karla- og kvennaflokki. Undir hans stjórn komst Fiorentina í tvo úrslitaleiki í UEFA-deildinni og einn úrslitaleik í Coppa Italia," segir í yfirlýsingu Fiorentina.
Íslendingarnir Albert Guðmundsson, Katla Tryggvadóttir og Iris Ómarsdóttir eru leikmenn Fiorentina.
Fiorentina Announces the Passing of Rocco B. Commisso.
— ACF Fiorentina English (@ACFFiorentinaEN) January 17, 2026
Statement: https://t.co/cA7A5nE4S7 pic.twitter.com/rkFus4gnqS
Athugasemdir


