Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carrick: Man Utd er ekki sálarlaust
Mynd: Man Utd
Michael Carrick stýrir Man Utd í fyrsta sinn í dag þegar liðið fær granna sína í Man City í heimsókn.

Carrick stýrir liðinu út tímabilið en hann tekur við af Ruben Amorim sem var látinn taka pokann sinn eftir 14 mánuði í starfi. Darren Fletcher stýrði liðinu í tveimur leikjum eftir að Amorim fór.

Man Utd hefur verið í miklum vandræðum en liðið spilar ekki í Evrópukeppni eftir að hafa hafnað í 15. sæti deildarinnar í fyrra. Liðið situr í 7. sæti núna og er fallið úr leik í báðum bikarkeppnunum.

„Ég held alls ekki að það sé sálarlaust. Ég held að það sé einhver töfrabrögð í kringum þennan stað. Ég finn fyrir því og finn strax að ég er kominn heim þegar ég kem inn í bygginguna," sagði Carrick.


Athugasemdir
banner