Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. febrúar 2019 09:14
Elvar Geir Magnússon
Ekki annað hægt en að hlusta á hávær köll stuðningsmanna
Stuðningsmenn United vilja Solskjær til frambúðar.
Stuðningsmenn United vilja Solskjær til frambúðar.
Mynd: Getty Images
John Cross, íþróttastjóri Mirror, var á Stamford Bridge í gær þegar Chelsea tapaði 0-2 fyrir Manchester United í bikarnum.

Í pistli sínum segir hann að hróp og söngvar beggja stuðningsmannahópa hafi verið mjög háværir og greinilegir. Hann segir að félögin geti ekki annað en hlustað á sína stuðningsmenn.

„Her stuðningsmanna United sem ferðaðist í leikinn lét það skýrt í ljós að hann vill Ole Gunnar Solskjær sem stjóra til frambúðar. Og það er auðvelt að sjá ástæðuna fyrir því," segir Cross.

„Solskjær hefur gefið United einkenni sitt aftur, ástina fyrir FA bikarnum og endurvakið Paul Pogba í að verða drifkrafturinn á miðjunni."

Þá fjallar Cross einnig um að stuðningsmenn beggja liða hafi sameinast í að syngja „Þú verður rekinn á morgun!" til Maurizio Sarri en mjög heitt er undir ítalska stjóranum.
Athugasemdir
banner