Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 19. febrúar 2020 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm ára bann fyrir að bíta í getnaðarlim andstæðings
Leikmaður í áhugamannaliði í Frakklandi hefur verið dæmdur í fimm ára bann. Bleacher Report segir frá og vitnar í Le Republicain Lorrain í Frakklandi.

Atburðurinn átti sér stað þann 17. nóvember síðastliðinn eftir 1-1 jafntefli á milli Terville og Soetrich í norð-austur Frakklandi. Sauma þurfti tíu spor í fórnarlambið.

Leikmenn úr báðum liðum byrjuðu að slást á bílastæðinu eftir leik og reyndi leikmaður Terville að koma á milli þeirra, en hann var bitinn af leikmanni Soetrich. Fórnarlambið var einnig dæmt í sex mánaða bann fyrir sína aðild að slagsmálunum.

Félögin tvö eiga að mætast aftur þann 17. maí næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner