Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Neville: Gæti verið þess virði að borga fyrir Ashworth
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, vill að Man Utd ráði Dan Ashworth til starfa frá Newcastle þó að hann muni koma til með að kosta væna fúlgu.

Newcastle er talið vilja um 20 milljónir punda til að leyfa Ashworth að yfirgefa félagið áður en samningurinn rennur út sumarið 2026.

„Það er mjög mikilvægt að Man Utd ráði mann í þessa stöðu áður en næsti félagsskiptagluggi opnast. Ef Ashworth er maðurinn sem stjórnin vill þá gæti það verið þess virði að eyða 10 milljónum punda vegna þess að hann gegnir svo mikilvægri stöðu," segir Neville.

„Ef félagið ákveður að borga ekki fyrir Ashworth og ræður svo rangan mann í starfið, þá gæti það hæglega tapað öðrum 100 milljónum punda í næsta félagsskiptaglugga. Það er mikilvægt að ráða rétt fólk í þessi störf.

„Það sem Man Utd þarf að gera er að stöðva rotnunina sem hefur átt sér stað innan félagsins. Önnur félög hafa hingað til verið glöð að sjá Man Utd hringja í sig í leit að leikmönnum vegna þess að þau vita að þau geta fengið háar upphæðir greiddar. Ef Man Utd fær Ashworth inn mun það breytast, hann er mjög seigur í samningaviðræðum."

Athugasemdir
banner
banner
banner