Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   mán 19. febrúar 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Hazard: Ég þoldi ekki æfingarnar hjá Conte en hann náði því besta út úr mér
Hazard í leik með Chelsea.
Hazard í leik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard var í mjög áhugaverðu hlaðvarpsspjalli með fyrrum liðsfélaga sínum í Chelsea, John Obi Mikel, sem heldur úti 'The Obi One Podcast'.

Hazard lagði skóna á hilluna í október en hann lék fyrir Chelsea 2012-2019 og naut mikillar velgengni. Hann lék undir stjórn Jose Mourinho, Antonio Conte, Rafa Benítez, Maurizio Sarri, Roberto Di Matteo og Guus Hiddink.

„Ég held að minn besti tími hjá Chelsea hafi verið undir stjórn Conte,“ sagði Hazard en Mikel kom þá orði á að hann hafi ekki verið hrifinn af æfingaaðferðum ítalska stjórans.

„Ég var það alls ekki. Ég naut þess bara að spila leikina því þá slapp maður frá æfingunum. Maður varð að njóta þess að spila þessar 90 mínútur því eftir leikina fór maður aftur á æfingasvæðið," segir Hazard.

„Hann var alltaf að stoppa æfingarnar og koma með taktískar ráðlegginar, 'við þurfum að gera þetta svona'."

Conte stýrði Chelsea 2016-2018 en liðið vann ensku úrvalsdeildina 2017 og FA-bikarinn ári síðar. Hazard var í liði ársins 2017. belginn lék 94 leiki undir stjórn Conte og skoraði 34 mörk auk þess að eiga 21 stoðsendingu.
Athugasemdir
banner
banner