Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 19. febrúar 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso efstur á óskalista FC Bayern
Mynd: Getty Images
The Athletic greinir frá því að stjórnendur FC Bayern séu nú þegar komnir með óskalista yfir þjálfara sem gætu tekið við af Thomas Tuchel.

Gengi Bayern hefur verið slæmt að undanförnu en Tuchel stýrir liðinu í næsta leik gegn RB Leipzig. Mögulegt er að þjálfarinn verði rekinn ef Bæjarar tapa þeim leik.

Fjölmiðlar í Þýskalandi segja að Tuchel hafi lent upp á kant við nokkra af leikmönnum sínum á undanförnum vikum og að staða hans í þjálfarasætinu sé óörugg.

Athletic segir Xabi Alonso vera efstan á óskalista stjórnenda FC Bayern, hann er álitinn draumakosturinn til að taka við félaginu. Þá er Hansi Flick einnig inni í myndinni en hann hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá þýska landsliðinu.

Það gæti reynst erfitt að fá Alonso til starfa þar sem fleiri stórveldi í Evrópu hafa mikinn áhuga á hans kröftum, meðal annars Liverpool.

Þá eru aðrir fjölmiðlar sem segja að Bayern vilji krækja í Jürgen Klopp, en vandamálið er að það veit enginn hvenær hann hyggst snúa aftur í þjálfun eftir að hann tekur sér frí frá fótbolta.

Zinedine Zidane er einnig meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner