Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. apríl 2021 14:20
Magnús Már Einarsson
Ágúst Hlyns í FH á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur fengið kant og miðjumanninn Ágúst Hlynsson á láni frá danska félaginu Horsens. Danska félagið staðfesti þetta í dag en lánssamningurinn gildir til 1. júlí.

Hinn 21 árs gamli Ágúst hefur undanfarin tvö ár spilað með Víkingi í Pepsi Max-deildinni en Horsens keypti hann undir lok síðasta tímabils.

Í vetur hefur Ágúst spilað sjö leiki í dönsku úrvalsdeildinni með Horsens en einn af þeim var í byrjunarliðinu.

„Við höfum í góðu samtali við félagið sem er eitt það besta á Íslandi og höfum fengið staðfest að hann komi til með að spila hjá þeim," sagði Niels Erik Søndergård hjá Horsens.

Hlynur Eiríksson, faðir Ágústar er afreksþjálfari FH og aðstoðaþjálfari meistaraflokks kvenna.

Kemst Ágúst í þitt lið í Draumaliðsdeildinni?
Ágúst er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner