Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. apríl 2021 09:59
Magnús Már Einarsson
Mourinho rekinn frá Tottenham (Staðfest) - Mason stýrir tímabundið
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hafi verið rekinn úr starfi. Joao Sacramento, Nuno Santos, Carlos Lalin og Giovanni Cerra í þjálfarateymi Mourinho voru einnig reknir.

Tottenham á litla möguleika á sæti í Meistaradeildinni eftir 2-2 jafntefli gegn Everton á föstudag en liðið mætir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins næstkomandi sunnudag.

„Jose og þjálfaralið hans fór í gegnum eina af erfiðustu tímum félagsins með okkur. Jose er sannur atvinnumaður og hann hefur sýnt einstaka seiglu í heimsfaraldrinum," sagði Daniel Levy formaður Tottenham.

„Ég naut þess að starfa með honum og þykir miður að hlutirnir hafi ekki gengið eins og við vonuðumst til. Hann verður alltaf velkominn hér og við viljum þakka honum og þjálfaraliði hans fyrir framlag sitt."

Ryan Mason, fyrrum leikmaður Tottenham, mun stýra liðinu á æfingu í dag áður en næstu skref verða ákveðin. Hinn 29 ára gamli Mason var áður leikmaður Tottenham en hann lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með Hull. Hann hefur undanfarið starfað sem þjálfari hjá unglingaliði Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner