Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 19. apríl 2025 18:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fullyrt að Valur hafi klárað kaup á Stefáni Gísla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Gísli Stefánsson er á leið í Val frá Fylki en hlaðvarpsþátturinn Gula Spjaldið fullyrðir það á samfélagsmiðlinum X.

Samningur Stefáns hjá Fylki rennur út í haust og hann tjáði félaginu að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning. Albert Brynjar Ingason, þáttastjórnandi Gula Spjaldsins, er miikill Fylkismaður og vel tengdur félaginu.

Samkvæmt heimildum Gula Spjaldsins borgar Valur 5 milljónir króna fyrir leikmanninn og þá fær Fylkir 25 prósent af næstu sölu.

Stefán Gísli er 18 ára varnarmaður. Hann hefur komið við sögu í 21 leik með Fylki á ferlinum. Hann lék fimm leiki í Bestu deildinni síðasta sumar. Hann á að baki 19 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner