Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. maí 2019 16:57
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Kjartan Henry klúðraði víti er Vejle féll
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Vejle mætti Hobro í úrslitaleik um hvort liðið færi niður í dönsku B-deildina. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle sem hafði unnið fyrri leikinn 0-1 á útivelli.

Leikurinn byrjaði illa fyrir Vejle því Vito Hammershoy-Mistrati var búinn að skora strax á 14. mínútu. Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna þegar vítaspyrna var dæmd undir lok fyrri hálfleiks. Kjartan Henry steig á punktinn en brenndi af.

Seinni hálfleikurinn var afar bragðdaufur og átti hvorugt lið skot á rammann. Því var gripið til framlengingar og skoraði Emmanuel Sabbi fyrir gestina.

Heimamenn sóttu án afláts í kjölfarið en tókst ekki að koma knettinum í netið. Kjartan Henry og félagar eru því fallnir þrátt fyrir að Kjartan hafi skorað 5 mörk í 12 leikjum frá komu sinni í febrúar.

Hobro keppir við 2. sæti B-deildar um sæti í efstu deild. Miklar líkur eru á að Viborg endi í 2. sæti og er Ingvar Jónsson aðalmarkvörður þar.

Vejle 0 - 2 Hobro (1-2 samanlagt)
0-1 Vito Hammershoy-Mistrati ('14)
0-2 Emmanuel Sabbi ('104)

Jón Dagur Þorsteinsson lék þá allan leikinn er Vendsyssel gerði jafntefli við Horsens. Jón Dagur og félagar töpuðu fyrri leiknum á heimavelli.

Michael Lump skoraði eina markið í fyrri hálfleik og jafnaði Soren Henriksen í þeim síðari en það nægði ekki. Horsens bjargaði sér frá falli á meðan Vendsyssel þarf að mæta 3. sæti B-deildar í umspilinu.

Horsens 1 - 1 Vendsyssel
1-0 Michael Lumb (36)
1-1 Soren Henriksen ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner