Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 19. maí 2019 16:35
Baldvin Már Borgarsson
Helena Ólafs: Guðfegin að taka 3 stig á erfiðum heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena var himinlifandi með að sækja 3 stig á Extra völlinn í Grafarvoginum í dag, en hennar stúlkur unnu 3-1 sigur gegn Fjölni í annarri umferð Inkasso deildar kvenna.

„Já miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá fannst mér þegar við skorum 1-0 við ekki eiga það skilið en stelpurnar börðust í þessum leik og það eru allir leikir erfiðir í þessari deild, svo ég er alveg guðfegin að taka 3 stig á þessum sterka heimavelli Fjölnismanna.'' Voru fyrstu orð Helenu eftir leik. En ÍA vann sterkan 3-1 sigur eftir að Fjölnir hafði klúðrar hverju dauðafærinu á fætur örðu fyrstu 60. mínútur leiksins.

„Það vantaði ekki mikið í liðið, það eru 2-3 meiddar og við söknum þeirra en hinar eru ekkert síðri.'' Sagði Helena, spurð að því hvort það vantaði einhverjar í liðið.

„Já en við erum að spila þriðja leikinn á 9 dögum og þurfum að finna betur taktinn sóknarlega, en eins og ég sagði við þær í hálfleik þá hefði ég viljað sýna betri fótbolta en baráttan var til staðar og mér er alveg sama núna fyrst við unnum leikinn.'' Sagði Helena þegar fréttaritari spurði út í hvort fyrstu 60. mínútur liðsins hafi verið vonbrigði miðað við gæði leikmannahópsins og markmið sumarsins.

„Nei ég er mjög sátt við hópinn minn.'' Sagði Helena aðspurð hvort hún hafi reynt að fá fleiri leikmenn fyrir lok gluggans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner