Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. maí 2019 12:13
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Bale kom ekki við sögu í síðasta leiknum
Bale gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Real Madrid. Hann hefur skorað 102 mörk í 231 leik fyrir félagið.
Bale gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Real Madrid. Hann hefur skorað 102 mörk í 231 leik fyrir félagið.
Mynd: Getty Images
Real Madrid 0 - 2 Real Betis
0-1 Loren Morón ('61)
0-2 Jese Rodriguez ('75)

MIklar líkur eru á því að Gareth Bale verði seldur frá Real Madrid í sumar. Ef það verður raunin þá fékk hann ekki að koma við sögu í mögulegum kveðjuleik fyrir félagið í dag.

Real Madrid fékk Real Betis í heimsókn á Santiago Bernabeu í lokaumferð tímabilsins og var frammistaða heimamanna ekki nógu góð. Zinedine Zidane sá sér þó ekki fært að setja Bale inná, sem hefur verið hjá félaginu í sex ár og skorað meðal annars tvisvar sinnum sigurmark í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Gestirnir unnu 0-2 og verðskulduðu sigurinn, þeir ljúka keppni í 10. sæti deildarinnar.

Real Madrid hefur ekki gengið sérlega vel frá endurkomu Zidane og er liðið búið að vinna fimm, gera tvö jafntefli og tapa fjórum undir hans stjórn. Búist er við miklum breytingum á leikmannahópi liðsins í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner