Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. maí 2019 15:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sandhausen bjargaði sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen sem heimsótti Regensburg í lokaumferð tímabilsins í þýsku B-deildinni.

Rúrik og félagar voru í smávægilegri fallhættu fyrir leikinn en úrslit í öðrum leikjum fóru að óskum.

Kevin Behrens kom Sandhausen yfir í dag en Hamadi Al Ghaddioui sneri taflinu við með tvennu fyrir heimamenn í Regensburg. Behrens var aftur á ferðinni á 86. mínútu og jafnaði, lokatölur 2-2 og lýkur Sandhausen keppni með 38 stig úr 34 leikjum.

Guðlaugur Victor Pálsson var þá ekki með er Darmstadt lagði Aue að velli, 1-0. Darmstadt sigldi lygnan sjó fyrir leikinn og lýkur keppni í 10. sæti, með 46 stig.

Regensburg 2 - 2 Sandhausen
0-1 Kevin Behrens ('5)
1-1 Hamadi Al Ghaddioui ('42)
2-1 Hamadi Al Ghaddioui ('60)
2-2 Kevin Behrens ('86)

Darmstadt 1 - 0 Aue
1-0 T. Kempe ('15)
Athugasemdir
banner