Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. maí 2022 09:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Antwerp og Utrecht með augastað á Jóni Degi
Mynd: Getty Images
Lansliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er á förum frá danska félaginu AGF í sumar og hefur sjálfur sagst ætla að semja við félag utan Danmerkur.

Samkvæmt heimildum Het Nieuwsblad í Belgíu þá hefur belgíska félagið Antwerp augastað á Jóni Degi.

Jón Dagur er 23 ára vængmaður sem hefur verið hjá AGF frá árinu 2019. Í síðustu viku var sagt frá því að Lecce væri í viðræðum við Jón Dag og þá hefur hann sjálfur nefnt að hann hefði áhuga á að spila aftur á Englandi en hann fór ungur frá HK til Fulham og lék með unglingaliðum og varaliði félagsins áður en hann hélt til Danmerkur.

Belgíska blaðið segir að Antwerp, sem er undir stjórn danska þjálfarans Brian Priske, sé í leit að leikmanni sem geti styrkt sóknarlínu liðsins en hversu mikinn áhuga félagið hefur á Jóni Degi er óstaðfest. Í grein blaðsins kemur einnig fram að hollenska félagið Utrecht hafi áhuga á vængmanninum.
Athugasemdir
banner
banner