Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. maí 2022 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska - Lukaku fremstur og Coutinho á bekknum
Philippe Coutinho byrjar á bekknum gegn Burnley
Philippe Coutinho byrjar á bekknum gegn Burnley
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku er fremstur hjá Chelsea
Romelu Lukaku er fremstur hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hefjast klukkan 19:00 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Chelsea fær Leicester í heimsókn á Stamford Bridge á meðan Burnley fær erfitt verkefni gegn Aston Villa á Villa Park.

Chelsea getur tryggt 2. sæti deildarinnar gegn Leicester en gestirnir eru aðallega að hugsa um það að eigna sér 8. sætið.

Romelu Lukaku er fremstur hjá Chelsea í dag. N'golo Kanté og Hakim Ziyech koma báðir inn í byrjunarliðið og þá er Kai Havertz á bekknum. Kasper Schmeichel kemur aftur í markið hjá Leicester.

Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Palace um helgina. Philippe Coutinho er á bekknum og er hvíldur fyrir leikinn gegn Manchester City. Danny Ings og Marvelous Nakamba eru þá báðir á bekknum. Hinn 18 ára gamli Carney Chukwuemeka byrjar frammi.

Burnley situr í 18. sæti deildarinnar og þarf að minnsta kosti stig til að komast úr fallsæti.

Chelsea: Mendy; Thiago Silva, Chalobah, Rüdiger; James, Kanté, Jorginho, Marcos Alonso; Ziyech, Pulisic; Lukaku

Leicester: Schmeichel; Thomas, Amartey, Fofana, Evans, Castagne; Mendy, Dewsbury-Hall, Maddison; Iheanacho; Vardy.



Aston Villa: Martínez; Cash, Chambers, Mings, Digne; McGinn, Douglas Luiz, Ramsey; Buendía, Watkins, Chukwuemeka

Burnley: Pope; Roberts, Collins, Tarkowski, Long; Taylor, McNeil, Cork, Brownhill, Cornet; Barnes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner