Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. maí 2022 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hópur Wales fyrir umspilið - Leikmaður Everton gæti spilað sinn fyrsta landsleik
Broadhead fagnar marki í vetur.
Broadhead fagnar marki í vetur.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðinn Bale
Fyrirliðinn Bale
Mynd: EPA
Wales hefur opinberað 27 manna leikmannahóp fyrir úrslitaleik umspilsins fyrir HM sem og fjóra leiki í Þjóðadeildinni í júní.

Nathan Broadhead, sem lék á láni hjá Sunderland frá Everton í vetur, er í hópnum og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir velska landsliðið. Hann hefur skorað þrettán mörk í 26 leikjum á tímabilinu.

Gareth Bale er á sínum stað í hópnum og sömu sögu má segja um Aaron Ramsey.

Fyrsti leikur Wales er gegn Póllandi 1. júní í Þjóðadeildinni. Svo mætir liðið annað hvort Skotlandi eða Úkraínu þann 5. júní og er það úrslitaleikur um sæti á HM í Katar.

Næst er það svo leikur gegn Hollandi í Þjóðadeildinni þann 8. júní, svo er það leikur gegn Belgum þann 11. júní áður en verkefninu lýkur þann 14. júní gegn Hollandi.

Markverðir: Hennessey, Ward, A Davies

Varnarmenn:B Davies, Rodon, Mepham, Gunter, Norrington-Davies, Roberts, N Williams

Miðjumenn: Allen, Morrell, Ampadu, Smith, Ramsey, Levitt, Matondo, Thomas, Colwill, Wilson, J Williams

Sóknarmenn: Bale, James, Harris, Broadhead, Moore, Johnson.
Athugasemdir
banner
banner
banner