Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 19. maí 2024 18:28
Ívan Guðjón Baldursson
Tyrkland: Fenerbahce á möguleika eftir sigur gegn Galatasaray
Joshua King í baráttu við Kaan Ayhan.
Joshua King í baráttu við Kaan Ayhan.
Mynd: EPA
Galatasaray 0 - 1 Fenerbahce
0-1 Caglar Soyuncu ('71)
Rautt spjald: Alexander Djiku, Fenerbahce ('21)

Það fór risaslagur fram í næstsíðustu umferð tyrkneska deildartímabilsins í dag, þar sem Galatasaray tók á móti Fenerbahce.

Galatasaray nægði jafntefli á heimavelli til að tryggja sér titilinn fyrir lokaumferðina og var útlitið bjart þegar Alexander Djiku fékk að líta sitt seinna gula spjald á 21. mínútu.

Fenerbahce var þá leikmanni færri stærsta hluta leiksins en það virtist ekki koma að mikilli sök. Varnarleikur liðsins var frábær og tókst heimamönnum í stjörnum prýddu liði Galatasaray ekki að skapa mikla hættu.

Varnarjaxlinn Caglar Söyüncu var á sínum stað í varnarlínu Fenerbahce og skoraði hann eina mark leiksins á 71. mínútu.

Galatasaray er með þriggja stiga forystu á Fenerbahce fyrir lokaumferðina. Fenerbahce þarf því kraftaverk um næstu helgi til að vinna deildina.

Fenerbahce þarf að sigra heimaleik gegn löngu föllnu botnliði Istanbulspor og treysta um leið á að Galatasaray tapi á útivelli gegn fallbaráttuliði Konyaspor til að stela titlinum.

Mauro Icardi, Hakim Ziyech, Lucas Torreira og Davinson Sanchez voru meðal byrjunarliðsmanna Galatasaray í dag og komu Tete, Carlos Vinicius og Wilfried Zaha inn af bekknum.

Fred, Dusan Tadic, Michy Batshuayi og Dominik Livakovic voru þá í byrjunarliði Fenerbahce og fengu Edin Dzeko, Leonardo Bonucci og Joshua King að spreyta sig af bekknum.
Athugasemdir
banner
banner