Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 15:02
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Þýskalands og Ungverjalands: Nagelsmann breytir ekki sigurliði
Florian Wirtz var magnaður gegn Skotlandi.
Florian Wirtz var magnaður gegn Skotlandi.
Mynd: Getty Images
Þýskaland og Ungverjaland mætast í Stuttgart klukkan 16 í A-riðli Evrópumótsins. Þýskaland rúllaði yfir Skotland 5-1 í fyrstu umferð en Ungverjaland tapaði 3-1 fyrir Sviss.

Julian Nagelsmann landsliðsþjálfari Þýskalands var hæstánægður með frammistöðu Þjóðverja gegn Skotum og sagði á fréttamannafundi í gær að hann vildi sjá meira af því sama.

Það kemur því ekki á óvart að hann tefli fram óbreyttu byrjunarliði.


Byrjunarlið Þýskalands: Neuer; Kimmich, Rüdiger, Tah, Mittelstädt; Andrich, Kroos; Musiala, Gündogan, Wirtz; Havertz.

Byrjunarlið Ungverjalands: Gulácsi; Fiola, Orbán, Dárdai; Bolla, Ádám Nagy, Schäfer, Kerkez; Sallai, Szoboszlai, Varga.

Leikvangur: MHPArena í Stuttgart
Dómari: Danny Makkelie (Holland)
Athugasemdir
banner
banner