Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 19. júní 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM í dag - Heimamenn mæta Ungverjum
Mynd: EPA

Önnur umferð riðlakeppni EM í Þýskalandi hefst í dag en þrír leikir eru á dagskrá.


Fyrsti leikur dagsins er leikur Króatíu og Albaníu en þetta er líklega algjör sex stiga leikur. Albanía tapaði gegn ítalíu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir með fljótasta marki í sögu keppninnar.

Spánn gekk frá Króatíu strax í fyrri hálfleik og vann 3-0.

Heimamenn í Þýskalandi unnu sannfærandi sigur á Skotum í opnunarleiknum og verður áhugavert að sjá hvort liðið haldi uppteknum hætti gegn Ungverjum í dag.

Í kvöld mætast síðan Skoar og Svisslendingar. Sviss vann gríðarlega sterkan sigur á Ungverjum í forystu umferð.

EM A riðill
16:00 Þýskaland - Ungverjaland
19:00 Skotland - Sviss

EM B riðill
13:00 Króatía - Albanía


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner