Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   fim 19. júní 2025 21:05
Elvar Geir Magnússon
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að hafa slegið út Víking og KR þá tapaði ÍBV gegn Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Mark Hólmars Arnar Eyjólfssonar með skalla eftir hornspyrnu réði úrslitum.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  1 Valur

„Þetta var sárt, þetta var mjög sárt. Við unnum okkur inn réttinn til að vera svekktir, við gáfum allt í þennan leik. Við spiluðum lungan úr seinni hálfleik mjög vel og þrýstum þeim niður og fengum færi," segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV.

„Það sem hefur stór áhrif á leikinn er að við áttum klárlega að fá eina vítaspyrnu, ég var að sjá þetta í sjónvarpinu inni. Ég held að ég hafi sjaldan séð eins einhliða dómgæslu í fótboltaleik."

Þorlákur vildi fá hendi á leikmann Vals á 70. mínútu leiksins og fannst dómgæsla Twana Khalid Ahmed halla á sitt lið.

„Maður ber virðingu fyrir dómurum en þegar þú ert að gefa öðru liðinu gul spjöld en sleppir hinu liðinu fyrir sama hlutinn. Þá sérðu bara misræmi í dómgæslu. Maður sér með eigin augum leikmann leggja boltann fyrir sig með hendi og í sjónvarpi sér maður það líka. Ég á ekki orð yfir það hversu einhliða dómgæslan var í þessum leik. Þetta var til algjörrar skammar."

Í viðtalinu talar Láki nánar um dómgæsluna.
Athugasemdir
banner
banner