Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mið 19. júlí 2023 18:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR eyddi út færslu um Grétar Snæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson er á leið í FH frá KR. Eins og segir í frétt hér á Fótbolta.net fyrr í dag er einungis spurning hvenær skiptin ganga í gegn. Hann er búinn að semja við FH og KR hefur samþykkt tilboð í leikmanninn.

Sjá einnig:
Grétar búinn að semja við FH - „Vonlaus staða"

FH er sem stendur í félagaskiptabanni og því geta skiptin ekki gengið í gegn fyrr en banninu er aflétt, annars fer Grétar til FH eftir tímabilið á frjálsri sölu.

KR tók sig þó til og setti inn færslu á samfélagsmiðlum (facebook) þar sem Grétari var þakkað fyrir sín störf hjá félaginu. Færslunni hefur nú verið eytt út.

„Takk fyrir þitt framlag til KR kæri Grétar Snær. Gangi þér sem allra best á gömlum slóðum," segir í færslunni og vísað á frétt Fótbolta.net frá því um helgina.

Fótbolti.net heyrði í Grétari og spurði hvort hann væri farinn frá KR. Hann vissi ekki betur en að hann myndi mæta á næstu æfingu sem verður á föstudaginn, en hann var ánægður með kveðjuna frá félaginu.

Það liggur fyrir að hann fer í FH um leið og félagið losnar úr félagaskiptabanni. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði eftirfarandi í viðtali við Stöð 2 Sport í gær:

„Þetta er erfitt fyrir hann og FH að vera í félagaskiptabanni ef svo er. Þetta setur okkur í þá stöðu að við erum með leikmann sem við eigum mjög erfitt með að nota. Ef hann verður leikmaður FH frá og með 16. október þá er erfitt fyrir okkur að nota hann. Við vitum hvernig staðan er og við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner