Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   mið 19. júlí 2023 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grétar búinn að semja við FH - „Vonlaus staða"
Grétar Snær Gunnarsson.
Grétar Snær Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með FH í nóvember 2017.
Í leik með FH í nóvember 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson er búinn að semja við FH. Eina spurningin er hvort hann nái að fara til félagsins frá KR í glugganum eða eftir tímabilið. Ef hann fer eftir tímabilið þá fer hann á frjálsri sölu en væntanlega þarf FH að greiða KR eitthvað fyrir hann ef hann fer í glugganum.

Grétar á þrjá mánuði eftir af samningi sínum og ákvað fyrr í sumar að hann ætlaði að söðla um og halda aftur í Hafnarfjörðinn eftir fimm ár í burtu. Hann mátti ræða við FH þegar minna en sex mánuðir voru eftir af samningi hans við KR.

Það sem kemur í veg fyrir að Grétar fari í FH í glugganum er félagaskiptabannið sem FH var úrskurðað í vegna vangoldinna launa til Morten Beck.

FH er í félagaskiptabanni - Unnið að lausnum en ekki tekist

Grétar er 26 ára gamall fjölhæfur leikmaður sem gekk í raðir KR fyrir síðasta tímabil. Hann hefur glímt við meiðsli, sem útskýrir að einhverju leyti takmarkaðan mínútufjölda, en hann var ekki í hóp í gær vegna þess að hann er búinn að semja við FH.

Þetta sögðu þjálfararnir í gær
Rúnar Kristinsson, KR:
„Grétar er eina spurningamerkið, eini leikmaðurinn sem gæti farið. Ef FH fær leyfi til að sækja hann núna þá fer hann. Ef ekki verður hann bara hjá okkur nema einhver vilji fá hann lánaðan," sagði Rúnar við Fótbolta.net. Hann var svo frekar spurður út í Grétar í viðtali við Stöð 2 Sport.

„Þetta er erfitt fyrir hann og FH að vera í félagaskiptabanni ef svo er. Þetta setur okkur í þá stöðu að við erum með leikmann sem við eigum mjög erfitt með að nota. Ef hann verður leikmaður FH frá og með 16. október þá er erfitt fyrir okkur að nota hann. Við vitum hvernig staðan er og við verðum að sjá hvernig þetta þróast á næstu vikum," sagði Rúnar við Andra Má Eggertsson.

Sigurvin Ólafsson, aðstoðaþjálfari FH:
„Þetta er ekki ákjósanlegt. Það er verið að vinna í þessum málum og ég trúi ekki öðru en að þetta leysist og við getum styrkt það sem við þurfum að laga."

Vonlaus staða
Rætt var um stöðu Grétars í Innkastinu sem hlusta má í spilaranum neðst.

„KR-ingar og Grétar eru settir í erfiða stöðu, sérstaklega í gær: Grétar var ekki í hóp og ég skil þá ákvörðun mjög vel. En þeir hefðu alveg getað haft hann kláran á bekknum í ljósi þess að það voru skörð höggvin í hópinn. Þetta er í raun vonlaus staða fyrir bæði KR og Grétar. Rúnar ekki að vega að heilindum Grétars með því að nota hann ekki í þessum leik, það væri sérstakt að nota hann á móti liðinu sem hann er að fara í þegar þau eru í Evrópubaráttu," sagði Þorsteinn Haukur meðal annars.
Rúnar Kristins: Rifum upp sprittbrúsa og höldum leikmönnum í sundur
Sigurvin: KR náði 4. sætinu en við ætlum að ná því aftur
Innkastið - Setið í súpunni, Parken bíður og bestir í Lengjudeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner