Varnarmaðurinn Emir Dokara er kominn í Víking Ólafsvík að nýju en hann lék með liðinu við góðan orðstír frá 2011-2020.
Hann á þrjú tímabil með liðinu í efstu deild; 2013, 2016 og 2017.
Hann á þrjú tímabil með liðinu í efstu deild; 2013, 2016 og 2017.
Sumarið 2021 lék hann með Selfossi í Lengjudeildinni en hefur síðustu ár leikið í neðri deildum Þýskalands með liði FV Neuthard.
Dokara býr yfir mikilli reynslu en hann er 37 ára.
Hann á að hjálpa Ólsurum í æsispennandi toppbaráttu 2. deildar. Þar er liðið í þriðja sæti en það eru bara tvö stig upp í KFA sem er í öðru sæti.
Víkingur Ólafsvík mætir einmitt KFA í stórleik á Ólafsvíkurvelli á sunnudag klukkan 12.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir