fös 19. ágúst 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Cesare Casadei til Chelsea (Staðfest)
Chelsea hefur gengið frá kaupum á Cesare Casadei frá Inter og gerir þessi ungi leikmaður sex ára samning. Á heimasíðu enska félagsins er honum lýst sem einum efnilegasta leikmanni Ítalíu en kaupverðið er sagt í kringum 16 milljónir punda.

Casadei er miðjumaður og spilar fyrir U19 landslið Ítalíu. Hann er spennandi ungur leikmaður sem er alhliða góður miðjumaður, bæði þegar kemur að varnar- og sóknarhlutanum. Honum hefur verið líkt við Nicolo Barella.

Þrátt fyrir flotta frammistöðu með yngri liðum Inter spilaði hann ekki mótsleik með aðalliðinu.

Fyrst til að byrja með fer hann inn í U21 liðið hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner