Nicolas Pepe, leikmaður Arsenal, gæti verið á leið til Nice í Frakklandi, en þetta kemur fram á Sky Sports.
Pepe, sem er 27 ára gamall. á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Hann var keyptur frá Lille fyrir 72 milljónir punda fyrir þremur árum en engan veginn tekist að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.
Pepe hefur ekki byrjað úrvalsdeildarleik fyrir Arsenal síðan í október á síðasta ári og virðist ekki í plönum Mikel Arteta.
Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Nice sé í viðræðum við Arsenal um að fá Pepe á láni út leiktíðina.
Pepe er sagður opinn fyrir því að fara aftur í franska boltann en Fílabeinsstrendingurinn hefur komið að 55 mörkum í 107 leikjum í frönsku deildinni á ferli sínum.
Athugasemdir