Í vikunni var tilkynnt að Paco Alcacer hefði verið lánaður frá Villarreal á spáni til Al Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
40 klukkustundum síðar var tilkynnt að lánssamningurinn hefði verið gerður ógildur og fer leikmaðurinn því ekki á láni. Það var Al Sharjah sem óskaði eftir því að hætt yrði við lánssamninginn.
40 klukkustundum síðar var tilkynnt að lánssamningurinn hefði verið gerður ógildur og fer leikmaðurinn því ekki á láni. Það var Al Sharjah sem óskaði eftir því að hætt yrði við lánssamninginn.
Alcacer mun ekki spila með Villarreal í vetur því Villarreal tilkynnti í morgun að félagið hafi náð samkomulagi um riftun á samningi við Alcacer.
Uppfært 15:10:
Eftir að Alcacer fékk samningi sínum rift hjá Villarreal skrifaði hann svo undir þriggja ára samning við Al Sharjah, hann endar því á að spila þar í vetur eftir allt saman.
Hann er 28 ára Spánverji sem hefur á sínum ferli spilað með Valencia, Getafe, Barcelona, Dortmund og síðustu tvö tímabil með Villarreal. Þá lék hann nítján landsleiki á árunum 2014-2019 og skoraði í þeim tólf mörk.
Athugasemdir