Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 14:30
Fótbolti.net
Hófið - 1%, Herjólfur, fögnuður og tilfinningar
Fögnuðir KR-inga var mikill eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Fögnuðir KR-inga var mikill eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Ólafsson skoðar skilaboð í símanum eftir sigur Fylkis á Víkingi R.
Daði Ólafsson skoðar skilaboð í símanum eftir sigur Fylkis á Víkingi R.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Aron Bjarki Jósepsson og Bóas, stuðningsmaður KR númer eitt.
Aron Bjarki Jósepsson og Bóas, stuðningsmaður KR númer eitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Atlason skorar jöfnunarmark HK gegn KA....
Emil Atlason skorar jöfnunarmark HK gegn KA....
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Björn Gunnarsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fagna markinu.
Brynjar Björn Gunnarsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fagna markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
20. umferðir eru búnar í Pepsi Max-deildarinni. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð!

Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Leikur umferðarinnar: Það er ekki hægt að ganga framhjá leik FH og ÍBV hér. Leikurinn hófst 16:45 og einungis 276 áhorfendur voru á vellinum enda leiktíminn vondur. Þeir áhorfendur sem mættu fengu hins vegar helling fyrir peninginn. Tíu mörk og tvær þrennur!

Ekki liðið: Hin ýmsu lið eiga fulltrúa í EKKI liðinu að þessu sinni.

1% umferðarinnar: Staðan er svört í fallbaráttunni hjá Grindavík en liðið á ennþá tölfræðilega möguleika á að bjarga sér. „Þegar er 1% von þá gefst ég ekki upp. Ég er þannig gerður og strákarnir líka," sagði Túfa í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Fögnuður umferðarinnar: Gleðin var ósvikin eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 1-0 sigri á Val. Leikmenn KR rifu Pálma Rafn Pálmason var rifinn úr viðtali með kampavínsflösku og stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra í stúkunni.

Tilfinningaþrungið augnablik: Emil Atlason skoraði jöfnunarmark HK á 97. mínútu gegn KA. Emil missti föður sinn Atla Eðvaldsson á dögunum og ákvað á síðustu stundu að fara með HK í leikinn á Akureyri. Hér má lesa viðtal við Emil

Gústi væntir þess að vera áfram: Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Ágústs Gylfasonar, þjálfara Breiðabliks. Eftir að Evrópusætið varð klár eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni sagði Ágúst: „"Ég á eitt ár eftir af samning og ég er farinn að undirbúa það núna strax eftir að við höfum tryggt okkur Evrópusætið. Ég tók við til að búa til gott Blikalið og að mínu viti hefur mér tekist það. Það er góð framtíð í Breiðablik. Það er minn vilji og ég vænti þess miðað við árangurinn að ég verði áfram."

Ferðalag umferðarinnar: Eyjamenn fóru í Herjólf frá Þorlákshöfn klukkan 10:00 í gærmorgun. Bátsferðin var tæplega þrír tímar og hafði mögulega einhver áhrif á frammistöðu Eyjamanna. Þeir lentu 6-1 undir gegn FH en enduðu leikinn vel og lokatölur urðu 6-4. „Undirbúningurinn var erfiður. Ég veit að þetta er afsökun, en bátsferðin var þrír tímar og ekki góð. Við borðuðum stuttu fyrir leikinn. Þetta hefði getað verið öðruvísi, þeir hefðu getað skorað meira. En við sýndum karakter og komum til baka," sagði Gary Martin eftir leik.

Dómari umferðarinnar: Guðmundur Ársæll Guðmundsson fékk 9 eftir frammistöðu sína í fyrri hálfleik í leik Breiðabliks og Stjörnunnar. Þar beitti hann hagnaðarreglunni frábærlega í marki Stjörnunnar. Guðmundur varð að fara af velli í hálfleik en Erlendur Eiríksson tók þá við flautunni.

Athugasemdir
banner