Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. september 2020 17:55
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Viðar Örn skoraði og klúðraði víti í sigri gegn Molde
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga 2 - 1 Molde
1-0 Viðar Örn Kjartansson ('21)
1-0 Viðar Örn Kjartansson ('49, misnotað víti)
2-0 A. Donnum ('83)
2-1 H. Wingo ('95)
Rautt spjald: J. Kitolano, Molde ('48)

Viðar Örn Kjartansson hefur farið vel af stað hjá Vålerenga og skoraði í afar mikilvægum sigri gegn Molde í toppbaráttunni í dag.

Viðar Örn skoraði eina markið í fyrri hálfleik og steig svo á vítapunktinn í upphafi síðari hálfleiks eftir að varnarmaður Molde braut af sér innan vítateigs og fékk rautt spjald að launum.

Viðar sendi markvörðinn í vitlaust horn en skaut rétt yfir markið.

Það sakaði ekki þar sem heimamenn tvöfölduðu forystuna á lokakaflanum, áður en gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma.

Vålerenga er í þriðja sæti sem stendur, tveimur stigum eftir Molde í öðru sæti. Topplið Bodo/Glimt er að stinga af með þrettán stiga forystu og leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner