Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 19. september 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Bailey: Fannst ég þurfa að gera þetta fyrir þau og stuðningsmennina
Leon Bailey, leikmaður Aston Villa á Englandi, stal senunni í 3-0 sigri liðsins á Everton í gær.

Bailey kom til Villa frá Bayer Leverkusen fyrir 30 milljónir punda í sumar en hann sýndi stuðningsmönnum liðsins hvað hann er fær um að gera í gær.

Jamaíkamaðurinn kom inná sem varamaður á 60. mínútu og átti hornspyrnuna í öðru marki Villa þar sem Lucas Digne skallaði boltann í eigið net áður en Bailey gerði svo þriðja markið.

Hann fór meiddur af velli á 81. mínútu en vængmaðurinn var sáttur þegar hann ræddi við Sky Sports eftir leik.

„Þetta er svo þýðingarmikið fyrir mig og að ná að gera þetta á 21 mínútu. Fjölskyldan var þarna og stuðningsmennirnir að syngja nafn mitt þegar ég kom inná. Þetta var mögnuð tilfinning og ég náði loks að kynna mig hér á Villa Park," sagði Bailey.

„Sonur minn er hér og hann er stór partur af lífi mínu og hefur verið að hvetja mig áfram. Kærastan hefur verið mín hryggjarsúla og svo auðvitað bróðir minn sem hefur sýnt mér stuðning. Mér leið vel og fannst ég þurfa að gera þetta fyrir þau og stuðningsmennina," sagði hann ennfremur.

Athugasemdir
banner