Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 19. september 2021 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vandar Haaland ekki kveðjurnar
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: EPA
Reece Styche, sóknarmaður landsliðs Gíbraltar, vandar norska sóknarmanninum Erling Braut Haaland ekki kveðjurnar.

Styche segir að Haaland, sem er 21 árs gamall, hafi ekki viljað skipta á treyjum við fyrirliða Gíbraltar, Roy Chipolina, þegar landslið Noregs og Gíbraltar áttust við í mars.

„Noregur vann 3-0, en Haaland skoraði ekki og var skipt af velli eftir klukktíma. Hann var í fýlu. Eftir að þeir höfðu báðir farið í sjónvarpsviðtöl, þá sagði Roy: 'Strákurinn minn er mikill aðdáandi þinn, værirðu til í að skipta á treyjum?' Haaland horfði á hann, hló og gekk í burtu."

„Hann getur keypt marga hluti en hann getur ekki keypt sér kurteisi. Kannski er allt fjölmiðlaumtalið búið að hafa einhver áhrif á hann," sagði Styche við The Sun.

„Hann var með tækifæri til að gleðja ungan dreng en afþakkaði það. Enginn af okkar leikmönnum bað um treyjuna hans þegar við mættumst aftur í Osló."
Athugasemdir
banner
banner