Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 19. september 2023 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Ian Jeffs hættur með Þrótt (Staðfest)
Lengjudeildin
Ian Jeffs er hættur með Þrótt
Ian Jeffs er hættur með Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Þrótti en þetta kemur fram í yfirlýsingu knattspyrnudeildar félagsins í dag.

Jeffs tók við liði Þróttar haustið 2021 og kom liðinu síðan upp í Lengjudeildina ári síðar.

Á dögunum tryggði liðið sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni er það hafnaði í 8. sæti með 26 stig.

Englendingurinn tilkynnti leikmannahópnum um ákvörðun sína í dag, en þó nokkrar vikur eru síðan stjórn félagsins var tilkynnt þessi tíðindi.

„Það er mikil eftirsjá af Ian Jeffs úr okkar herbúðum,” segir Kristján Kristjánsson, formaður Knd. Þróttar. „Við höfum átt frábært samstarf sem engan skugga hefur borið á, en nú telur hann rétt að leita eftir nýjum verkefnum. Við óskum honum velfarnaðar hver sem þau verða og þökkum samstarfið af heilum hug.“

Jeffs er ánægður með tíma sinn hjá félaginu og óskar því velfarnaðar í framtíðinni.

„Ég vil þakka Þróttarasamfélaginu öllu fyrir stuðninginn síðustu tvö árin,” segir Ian Jeffs, fráfarandi þjálfari. „Þessi tími hefur verið bæði spennandi og skemmtilegur þó hann hafi ekki verið átakalaus. Stjórn og starfsfólk hefur staðið þétt við bakið á þjálfarateyminu og við höfum náð þeim markmiðum sem við settum okkur þessi ár. Ég tel rétt á þessari stundu að annar þjálfari taki við liði Þróttar og haldi áfram uppbyggingunni og ég kveð félagið sáttur,“ sagði Jeffs á heimasíðu Þróttar.
Athugasemdir
banner
banner
banner