Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. október 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville: Rice gæti orðið miðvörður í toppliði
Mynd: EPA
Gary Neville segir að Declan Rice leikmaður West Ham þurfi að komast í lið sem spilar í Meistaradeildinni.

Hann hefur spilað vel með West Ham sem leikur nú í Evrópudeildinni og Rice hefur skorað tvö mörk þar á þessari leiktíð. Hann var einnig góður með enska landsliðinu sem fór alla leið í úrslit á EM í sumar.

„Hann verður að fara í lið sem spilar í Meistaradeildinni þar sem hann spilar á miðjunni. Þar sem er ætlast til mikils af liðinu, þar sem hann spilar gegn liðum sem spila lágt á vellinum í hverri viku," sagði Neville

Neville sér hann einnig fyrir sér sem miðvörð.

„Ég hef velt því fyrir mér hvort hann gæti orðið miðvörður í toppliði bara miðað við hvernig leikurinn er í dag. Mér finnst hann hafa allt í það. Góður á boltann og góður varnarmaður. Hann er sterkur og hraður."

Hann bendir á að varnarsinnuðu miðjumennirnir í stærstu liðunum eigi ekki mikið eftir.

„Hann getur klárlega orðið varnarsinnaður miðjumaður hjá toppliði. Fabinho á nokkur ár eftir hjá Liverpool. Fred og Matic hjá United. Jorginho, hvað á hann mikið eftir hjá Chelsea? og Fernandinho hjá City líka. Hann gæti farið í eitt af þessum liðum og sannað sig."

Rice hefur verið orðaður við United, City og Chelsea og hefur tvisvar neitað að skrifa undir nýjan samning við West Ham en hann rennur út árið 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner