Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   mið 19. október 2022 14:19
Elvar Geir Magnússon
Beale orðinn fyrsti kostur Úlfanna
Michael Beale, stjóri QPR, er orðinn fyrsti kostur Úlfanna sem eru í leit að stjóra eftir að Bruno Lage var rekinn.

Julen Lopetegui var fyrsti kostur en hann hafnaði tilboði frá félaginu. Félagið ræddi einnig við Nuno Espirito Santo og Peter Bosz en hefur nú samkvæmt breska ríkisútvarpinu tekið þá ákvörðun að Beale sé besti kosturinn.

Steve Davis og James Collins stýra Wolves til bráðabirgða en liðið tapaði gegn Crystal Palace í gær.

QPR á heimaleik gegn Cardiff í Championship-deildinni í kvöld en talið er að Wolves muni eftir leikinn sækjast eftir leyfi til að fá að ræða við Beale.

Beale hefur gott orðspor en hann var aðstoðarþjálfari Steven Gerrard hjá Rangers og fylgdi honum svo til Aston Villa áður en hann tók við stjórastarfinu hjá QPR í júní. Áður var Beale að starfa í akademíum Liverpool og Chelsea.

Sjá einnig:
Beale var sagður „heilinn" í þjálfarateymi Gerrard

Hjá QPR hefur Beale farið vel af stað í Championship-deildinni og er í sjötta sæti. Á sunnudaginn gæti hann verið orðinn stjóri Wolves þegar liðið leikur botnbaráttuslag gegn Leicester.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner